Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 23:45 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir ekki koma á óvart að fólk innan lögreglu hafi gerst sekt um að beita hvort annað ofbeldi. Erfitt sé að sjá hvernig brotaþolar eigi að treysta lögreglu til að rannsaka ofbeldismál. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“ Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01