Enski boltinn

Næsti bikar­leikur Manchester United verður í Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Newport County fagna einu marka sinna í gær.
Leikmenn Newport County fagna einu marka sinna í gær. Getty/Mike Hewitt

Velska liðið Newport County tryggði sér heimaleik á móti stórliði Manchester United í enska bikarnum með 3-1 sigri á Eastleigh í aukaleik í gærkvöldi.

Það var vitað fyrir leikinn að United myndi mæta sigurvegaranum í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar.

Aaron Wildig, varnarmaðurinn James Clarke og markaskorarinn Will Evans skoruðu mörk liðsins í leiknum. Newport County spilar i ensku d-deildinni og er eins og er bara í sautjánda sæti hennar með 34 stig og aðeins 9 sigra í 27 leikjum.

Sjónvarpstekjur af komandi leik við United munu reynast Newport County vel en það er talið að félagið græði um fjögur hundruð þúsund pund á leiknum eða tæpar sjötíu milljónir króna.

„Þetta leikur í fjórðu umferð bikarsins á móti Manchester United sem er að mínu mati stærsta félagið í þessu landi sem og í öllum heiminum,“ sagði Graham Coughlan, knattspyrnustjóri Newport County.

Leikur liðanna fer fram á Rodney Parade sunnudaginn 28. janúar. Leikvangurinn tekur aðeins tæplega átta þúsund manns og það verður því örugglega hart barist um miðana. Newport er 160 þúsund manna borg í suður Wales, norðaustur af Cadiff.

Velska liðið hefur náð óvæntum úrslitum í enska bikarnum í gegnum tíðina á vellinum og sló meðal annars út Leicester City og Middlesbrough auk þess að gera jafntefli við Tottenham Hotspur.

Síðasti stórleikur liðsins í bikarnum var á móti Manchester City í fimmtu umferð bikarsins 2019 þegar liðið var bara 2-1 undir á 88. mínútu en tapaði sína 4-1 eftir tvö mörk City manna í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×