Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 15:02 Forseti Frakklands ætlar að tækla lækkandi fæðingartíðni landsins með auknu fæðingarorlofi og auknu aðgengi að frjósemismeðferðum. Vísir/EPA Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14
Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23
Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38