Tekinn með dóp í Skeifunni en sagðist hafa grætt vel á vændi Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2024 15:44 Maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars og var með 419.000 krónur í fórum sér. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna sagðist í skýrslutöku hafa aflað mikils magns reiðufjár, sem fannst í fórum hans, með því að stunda vændi. Þetta kemur fram í haldlagningarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti á mánudag. Maðurinn hafði krafist þess að fá farsíma sinn, sem hafði verið haldlagður af lögreglu vegna rannsóknar málsins, afhentan. Hann fær símann ekki að svo stöddu. Í úrskurði héraðsdóms eru fjögur lögreglumál mannsins frá mars og apríl síðasta árs reifuð. Í þeim öllum segir af því að maðurinn hafi verið handtekinn með nokkuð magn maríjúana í fórum sínum, lítið eitt af kókaíni og reiðufé. Að sögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að síminn yrði ekki afhentur, væri maðurinn grunaður um að hafa haft efnin í vörslum sínum í sölu- og dreyfingarskyni. Maðurinn hafi hins vegar kveðið efnin vera til eigin brúks. Í úrskurðinum segir að þegar maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars hafi hann verið með hinn umþrætta farsíma í fórum sínum auk reiðufjár, 419.000 krónur, 87 bandaríska dollara og 10 evrur, sem lagt var hald á. „Við skýrslutöku 16. apríl 2023 gekkst sóknaraðili við vörslum fyrrgreindra fíkniefna en greindi frá því að þau hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Einnig greindi hann frá því að hið fyrrgreinda reiðufé væri ágóði vændis sem hann hefði sjálfur stundað,“ segir í úrskurðinum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Vændi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í haldlagningarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti á mánudag. Maðurinn hafði krafist þess að fá farsíma sinn, sem hafði verið haldlagður af lögreglu vegna rannsóknar málsins, afhentan. Hann fær símann ekki að svo stöddu. Í úrskurði héraðsdóms eru fjögur lögreglumál mannsins frá mars og apríl síðasta árs reifuð. Í þeim öllum segir af því að maðurinn hafi verið handtekinn með nokkuð magn maríjúana í fórum sínum, lítið eitt af kókaíni og reiðufé. Að sögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að síminn yrði ekki afhentur, væri maðurinn grunaður um að hafa haft efnin í vörslum sínum í sölu- og dreyfingarskyni. Maðurinn hafi hins vegar kveðið efnin vera til eigin brúks. Í úrskurðinum segir að þegar maðurinn var handtekinn í Skeifunni í mars hafi hann verið með hinn umþrætta farsíma í fórum sínum auk reiðufjár, 419.000 krónur, 87 bandaríska dollara og 10 evrur, sem lagt var hald á. „Við skýrslutöku 16. apríl 2023 gekkst sóknaraðili við vörslum fyrrgreindra fíkniefna en greindi frá því að þau hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Einnig greindi hann frá því að hið fyrrgreinda reiðufé væri ágóði vændis sem hann hefði sjálfur stundað,“ segir í úrskurðinum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Vændi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira