Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 11:00 Mynd tekin á flugvellinum í morgun af farþega á leið erlendis. Tekið innan í vélinni. Eins og má sjá er nokkuð mikill snjór á vellinum. Aðsend Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram. Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram.
Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent