Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 11:29 Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður. Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður.
Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30