Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2024 13:24 Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“ Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“
Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26
Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25