Góð ráð til að fljúga ekki á hausinn Ágúst Mogensen skrifar 18. janúar 2024 14:31 Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Færð á vegum Tryggingar Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun