Færð á vegum

„Með allra besta móti miðað við árstíma“
Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir á faraldsfæti bæði innanlands og erlendis. Veðurfræðingur segir veðurhorfur fyrir páskana harla góðar.

Búið að loka hringveginum vegna ófærðar
Þjóðvegur 1 er lokaður allt frá Mývatni austur til Egilsstaða vegna ófærðar. Snjókoma og éljagangur er á svæðinu og en draga á úr vindi með kvöldinu.

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum
Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil
Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði
Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum hefur verið lokað. Einstaklingur situr þar fastur í bíl.

Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi
Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi.

Vara við norðan hríð í kvöld
Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex.

Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag
Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan.

Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag
Hiti verður á bilinu fimm til 14 stig í dag og hlýjast verður á Austurlandi. Víðáttumikil hæð austur af landinu beinir til okkar mildri suðlægri átt samkvæmt hugleiðingum Veðurfræðings. Víða verður því kaldi eða strekkingur sunnan- og vestantil á landinu og súld eða dálítil rigning með köflum, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðaustanvert.

Þung færð fyrir vestan og víðar
Færð er nokkuð þung víða um land. Á Suðvesturlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Krýsuvíkurvegi.

Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt
Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum.

Holtavörðuheiðinni lokað
Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld.

Gular viðvaranir gefnar út
Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi og Suðusturlandi á morgun.

Malbik flettist af og grjót á víð og dreif
Grjót skaust marga metra upp á land og malbik flettist af göngustíg í Skerjafirði í vonskuveðrinu í nótt. Íbúi til tólf ára segist ekki hafa séð annað eins.

Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts
Vegagerðin varar við veginum við Kjalarnesveg í suðurátt. Vegna hárrar sjávarstöðu og hafróts berst grjót og fleira yfir veginn.

Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg
Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“.

Vill auka eftirlit með þungaflutningum
Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga.

Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Margar slæmar holur á Hellisheiði
Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga.

Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður
Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu
Smálægð verður á austurleið norður af landinu í dag og henni fylgir suðvestanátt. Víða verða 8 til 15 metrar á sekúndu. Á vestanverðu landinu verða él og segir í hugleiðingum veðurfræðings að ekki sé útilokað að það sjáist til eldinga þar á stöku stað.

Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum
Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur.

Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi
Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum.

Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær
Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land.

Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað
Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.

Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið
Aftakaveður gengur yfir landið í dag. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi og er spáð hviðum upp í fimmtíu metra á sekúndu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.

Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag
Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs.

Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs
Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega.

Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015
Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan.

Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum
Einar Sveinbjörnsson hjá blika.is og Vegagerðinni segir þetta tíma djúpra vetrarlægða. Íbúar á Norðurlandi, Skagafirði og Eyjafirði, geti átt von á því að það geri talsvert mikinn hvell um kvöldmatarleytið.