Þakkar fyrir sig með kveðjupartý í Borgarleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 09:00 Dagur segir að honum líði eins og hann sé tólf ára aftur og viti ekki hvort einhverjir ætli að koma í afmælið sitt. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson heldur kveðjupartý í Borgarleikhúsinu á laugardag. Mörg hundruð manns eru búin að svara boðinu á Facebook. Dagur greiðir sjálfur fyrir veisluna og fær engan afslátt af leigu á leikhúsinu. „Við erum að borga þetta saman, fjölskyldan,“ segir Dagur og á þá við sig og eiginkonu sína, Örnu Dögg Einarsdóttur. Er þetta dýrt? „Þetta kostar, já. Ég veit ekki hvort þetta kosti álíka og brúðkaup en við Arna höfum sparað dálítið með því að gifta okkur bara einu sinni. Við ræddum þetta vel, en maður hættir bara einu sinni í svona stöðu. Mér leið eins og þetta væri það sem væri rétt að gera og ég vona að fólk finni þann hug sem að baki býr.“ Móttaka á miðvikudag í Höfða Í raun er um að ræða annað kveðjupartýið sem haldið er eftir að hann hættir sem borgarstjóri en á miðvikudag hélt Reykjavíkurborg móttöku í Höfða. Þangað var öllum boðið sem hafa starfað með Degi í hans borgarstjóratíð. Reykjavíkurborg greiddi fyrir móttökuna en hefð er fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá borginni, að borgin haldi slíkar móttökur við starfslok embættisfólks í yfirstjórn borgarinnar. Dagur hefur flutt skrifstofuna heim. Hér er hann á borgarstjóraskrifstofunni í vikunni áður en hann skilaði lyklunum til Einars Þorsteinssonar. Vísir/Einar „Þegar maður er búinn að vera lengi þá hefur maður unnið með svo mörgum og átt góð samskipti út um alla borg. Það er ótrúlega margt fólk sem hefur sýnt manni stuðning eða tekið þátt í einhverju,“ segir Dagur og að hann hafi langað að halda boð þar sem hann gæti tekið á móti fleirum. „Eftir því sem ég hugsaði það þá langaði mig ekki að þetta væri boð til að þakka mér, heldur langaði mig að þakka fyrir mig. Að halda boð fyrir allt þetta fólk. En ég renn alveg blint í sjóinn með þetta og líður dálítið eins og ég sé tólf ára aftur. Að sé að halda afmælið mitt og ég viti ekki hvort einhver komi,“ segir Dagur og hlær. Tækifæri á tímamótum Spurður af hverju Borgarleikhúsið varð fyrir valinu segir Dagur að hann hafi viljað geta boðið mörgum og að það séu ekki margir salir sem geti tekið á móti svo miklum fjölda. Hann segir að dagskráin verði stutt og á léttum nótum. „Það verður smá tónlist og smá tal en þetta er ekki síður gert til að koma saman og hitta fólk,“ segir Dagur og að hann vonist til þess að geta átt skemmtilega samveru með fólki. Dagur og Einar við lyklaskiptin í vikunni. Vísir/Einar Dagur hætti sem borgarstjóri í vikunni eftir tíu ár og tók við sem formaður borgarráðs. Hann er enn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir þessi tímamót tækifæri. „Ég er búinn að hefja aðlögun. Ég flutti skrifstofuna heim fyrst um sinn og er að finna nýjan takt. Ég ákvað að líta á þessi tímamót sem einhvers konar tækifæri.“ Viðburðinn er hægt að kynna sér hér. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
„Við erum að borga þetta saman, fjölskyldan,“ segir Dagur og á þá við sig og eiginkonu sína, Örnu Dögg Einarsdóttur. Er þetta dýrt? „Þetta kostar, já. Ég veit ekki hvort þetta kosti álíka og brúðkaup en við Arna höfum sparað dálítið með því að gifta okkur bara einu sinni. Við ræddum þetta vel, en maður hættir bara einu sinni í svona stöðu. Mér leið eins og þetta væri það sem væri rétt að gera og ég vona að fólk finni þann hug sem að baki býr.“ Móttaka á miðvikudag í Höfða Í raun er um að ræða annað kveðjupartýið sem haldið er eftir að hann hættir sem borgarstjóri en á miðvikudag hélt Reykjavíkurborg móttöku í Höfða. Þangað var öllum boðið sem hafa starfað með Degi í hans borgarstjóratíð. Reykjavíkurborg greiddi fyrir móttökuna en hefð er fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá borginni, að borgin haldi slíkar móttökur við starfslok embættisfólks í yfirstjórn borgarinnar. Dagur hefur flutt skrifstofuna heim. Hér er hann á borgarstjóraskrifstofunni í vikunni áður en hann skilaði lyklunum til Einars Þorsteinssonar. Vísir/Einar „Þegar maður er búinn að vera lengi þá hefur maður unnið með svo mörgum og átt góð samskipti út um alla borg. Það er ótrúlega margt fólk sem hefur sýnt manni stuðning eða tekið þátt í einhverju,“ segir Dagur og að hann hafi langað að halda boð þar sem hann gæti tekið á móti fleirum. „Eftir því sem ég hugsaði það þá langaði mig ekki að þetta væri boð til að þakka mér, heldur langaði mig að þakka fyrir mig. Að halda boð fyrir allt þetta fólk. En ég renn alveg blint í sjóinn með þetta og líður dálítið eins og ég sé tólf ára aftur. Að sé að halda afmælið mitt og ég viti ekki hvort einhver komi,“ segir Dagur og hlær. Tækifæri á tímamótum Spurður af hverju Borgarleikhúsið varð fyrir valinu segir Dagur að hann hafi viljað geta boðið mörgum og að það séu ekki margir salir sem geti tekið á móti svo miklum fjölda. Hann segir að dagskráin verði stutt og á léttum nótum. „Það verður smá tónlist og smá tal en þetta er ekki síður gert til að koma saman og hitta fólk,“ segir Dagur og að hann vonist til þess að geta átt skemmtilega samveru með fólki. Dagur og Einar við lyklaskiptin í vikunni. Vísir/Einar Dagur hætti sem borgarstjóri í vikunni eftir tíu ár og tók við sem formaður borgarráðs. Hann er enn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir þessi tímamót tækifæri. „Ég er búinn að hefja aðlögun. Ég flutti skrifstofuna heim fyrst um sinn og er að finna nýjan takt. Ég ákvað að líta á þessi tímamót sem einhvers konar tækifæri.“ Viðburðinn er hægt að kynna sér hér.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40