Förum varlega í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:00 Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Samgöngur Samgönguslys Slysavarnir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst. Kapp er best með forsjá Færð á vegum getur verið erfið á þessum árstíma og víða um land er mikil hálka. Þegar búast má við slæmum akstursskilyrðum og samgöngutruflunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í að hreinsa snjó af ökutækjum, skafa rúður og gæta þess að vera með öll ljós kveikt á bílnum. Gott er að leggja af stað fyrr eða jafnvel síðar en venjulega (eftir því sem hentar) til að losna við tafir og létta á umferðinni. Einnig er skynsamlegt að vera vel búin, klæða sig vel og hafa hjálpartæki á borð við skóflu og sköfu við höndina. Mikilvægt er að stilla hraðanum í hóf, halda öruggri fjarlægð milli ökutækja og keyra eftir aðstæðum. Fær í flestan sjó Tryggja þarf að ökutæki séu í góðu ástandi og hjólbarðar í lagi. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, ekki síst þegar Vetur konungur lætur til sín taka. Gæta þarf að þrýstingi í dekkjum en hann getur snarlækkað þegar kalt er í veðri. Akstur án rétts þrýstings getur dregið úr öryggi í akstri, sérstaklega í blautu veðri eða hálku. Skoða þarf hjólbarða reglulega og athuga hvort mynstursdýpt sé næg, slit sé jafnt á dekkjum og ástand hjólbarðans almennt í lagi. Vetrarakstur getur verið afar krefjandi og akstursskilyrði geta breyst hratt. Því er mikilvægt að allur akstursbúnaður virki vel þegar á reynir. Safetravel appið Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og aðstæður á vegum geta breyst hratt. Í Safetravel appinu færðu upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma, bæði á íslensku og ensku. Tilvalið er að benda erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim á appið. Einnig er hægt að fá tilkynningar og viðvaranir í gegnum textaskilaboð á ferðalögum um landið með því að skrá sig á safetravel.is. Appið gerir þér kleift að senda GPS staðsetningu þína til 112 ef þú ert í gönguferð í óbyggðum og eitthvað kemur upp á. Það einfaldar björgunarleit og flýtir fyrir. Auðvelt er að sækja appið ýmist á Google Play eða App Store og hlaða því niður. Megum ekki sofna á verðinum Þrátt fyrir að banaslysum hafi fækkað umtalsvert á síðustu áratugum þá eru atburðir síðastliðinna daga áminning um að við megum ekki sofna á verðinum. Fjármagnaðar umferðaröryggisáætlanir sem hluti af fjögurra ára samgönguáætlun hafa haft jákvæð áhrif í þá veru að fækka slysum en umferðin er samvinnuverkefni þar sem við þurfum öll að vera vakandi. Förum varlega í umferðinni, sýnum tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum og gefum okkur frekar nokkrar aukasekúndur til að meta aðstæður frekar en að taka sénsinn. Þær geta skipt sköpum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun