Reiðilestur Keane um mjúka United menn stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 11:30 Roy Keane vinnur sem sérfræðingur í sjónvarpi en nú er hann alveg kominn með nóg af ástandinu hjá sínu gamla félagi. Getty/Richard Sellers Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, stal fyrirsögnunum á baksíðum margra enskra blaða í morgun en hann hraunar þar yfir sitt gamla félag. Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira