Hettuklæddur vandali skemmdi Teslu Gríms yfirlögregluþjóns Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2024 14:41 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir við Vísi að um sinn bíl sé að ræða. vísir/vilhelm/samsett „Alls ekki góð þróun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari spurður um hvort ekki megi heita óhugnanlegt að ráðist sé að nafngreindum einstaklingum innan lögreglunnar. Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08