„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 14:33 Einar Þorsteinsson segir samskipti við mótmælendur á Austurvelli hafa verið góð og þeir hafi haft fullan skilning á því að breyta þyrfti afnotaleyfinu. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. „Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“ Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“
Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira