Sprengjur og tjöld Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun