Mennirnir á myndinni hafi ekkert með ummælin að gera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 12:16 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira