Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:17 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar, segir slúðrað um flutning á hvölum milli ráðuneyta. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31
„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44
Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels