Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 21:13 Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð Verk að finna. MEKÓ Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024 fyrir ljóðið Verk að finna. Ljóðstafurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag. Vala Hauksdóttir er fædd árið 1992, starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún er menntuð í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Limerick í Írlandi. Önnur verðlaun hlaut Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir fyrir ljóðið Skyggnishnignun og þriðju verðlaun hlaut Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fyrir ljóðið Deig. Þar að auki hlutu sex ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Í móðurkviði eftir Draumeyju Aradóttur, Straumönd eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur, Stríðsyfirlýsing eftir Höllu Þórðardóttur, Fálæti og Legið yfir gögnum eftir Jón Knút Ásmundsson og Segðu mér eitthvað fallegt eftir Ragnar Jónasson. Verðlaunahafar við hátíðlega athöfn í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs.MEKÓ Alls bárust 270 ljóð í keppnina í ár en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefnd skipuðu Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Þórdís Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson. Úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og var dómnefnd sú sama. Þar hlaut fyrstu verðlaun Alexander Aron Jörgensson í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Appelsínur en hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í sömu keppni fyrir ári síðan. Önnur verðlaun hlaut Inga Bríet Valberg í 5. bekk í Snælandsskóla fyrir ljóðið Ég og hún og þriðju verðlaun hlaut Sigurlín Viðarsdóttir í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Mjöll, Fönn og Drífa. Sérstakar viðurkenningar hlutu þau Angelo Mikael Korale Arachchige, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Batmann; Evelina Sóley Arthur, 7. bekk í Kársnesskóla fyrir ljóðið Fuglaljóð; Elsa Hlín Sigurðardóttir, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Sumarið; Ríkharður Óli Brynjarsson, 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Að vera ég; Sóldís Anahita Shahsafdari, 6. bekk í Álfhólsskóla fyrir ljóðið Úti og Alexander Aron Jörgensson fyrir ljóðið Í öðrum heimi. Sigurljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör 2024 Hér fyrir neðan má sjá sigurljóðið Verk að finna eftir Völu Hauksdóttur. Sigurljóðið árið 2024. Ljóðlist Kópavogur Menning Bókmenntir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vala Hauksdóttir er fædd árið 1992, starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún er menntuð í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Limerick í Írlandi. Önnur verðlaun hlaut Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir fyrir ljóðið Skyggnishnignun og þriðju verðlaun hlaut Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fyrir ljóðið Deig. Þar að auki hlutu sex ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Í móðurkviði eftir Draumeyju Aradóttur, Straumönd eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur, Stríðsyfirlýsing eftir Höllu Þórðardóttur, Fálæti og Legið yfir gögnum eftir Jón Knút Ásmundsson og Segðu mér eitthvað fallegt eftir Ragnar Jónasson. Verðlaunahafar við hátíðlega athöfn í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs.MEKÓ Alls bárust 270 ljóð í keppnina í ár en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefnd skipuðu Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Þórdís Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson. Úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og var dómnefnd sú sama. Þar hlaut fyrstu verðlaun Alexander Aron Jörgensson í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Appelsínur en hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í sömu keppni fyrir ári síðan. Önnur verðlaun hlaut Inga Bríet Valberg í 5. bekk í Snælandsskóla fyrir ljóðið Ég og hún og þriðju verðlaun hlaut Sigurlín Viðarsdóttir í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Mjöll, Fönn og Drífa. Sérstakar viðurkenningar hlutu þau Angelo Mikael Korale Arachchige, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Batmann; Evelina Sóley Arthur, 7. bekk í Kársnesskóla fyrir ljóðið Fuglaljóð; Elsa Hlín Sigurðardóttir, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Sumarið; Ríkharður Óli Brynjarsson, 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Að vera ég; Sóldís Anahita Shahsafdari, 6. bekk í Álfhólsskóla fyrir ljóðið Úti og Alexander Aron Jörgensson fyrir ljóðið Í öðrum heimi. Sigurljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör 2024 Hér fyrir neðan má sjá sigurljóðið Verk að finna eftir Völu Hauksdóttur. Sigurljóðið árið 2024.
Ljóðlist Kópavogur Menning Bókmenntir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira