Lykildagsetningar þegar líður að kjöri nýs forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 14:56 Guðni Th. Jóhannesson var meira eins og „venjulegur maður“ heldur en forseti þegar hann greip inn í erfiðar aðstæður í dag. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta Íslands mega þann 1. mars byrja að safna meðmælum rafrænt fyrir framboð sitt. Þeir hafa átta vikur eða til 26. apríl til að skila meðmælum og tilkynna um framboð. Þá verða fimm vikur til kjördags. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu eftir átta ár í embætti. Nokkrir hafa tilkynnt um fyrirætlanir sínar að bjóða sig fram og telja má líklegt að fjölmargir liggi undir feldi og máti sig við stólinn. Frambjóðendur ættu að hafa nokkrar lykildagsetningar í huga nú þegar innan við fimm mánuðir eru í að nýr forseti verður kjörinn í lýðræðislegum kosningum þann 1. júní. Ítarlegri upplýsingar má finna á kosningavefnum, Kosning.is. 1. mars 2024 Þennan dag mega frambjóðendur byrja að safna meðmælum rafrænt. Þau skulu ekki vera færri en 1500 og ekki fleiri en 3000. Þá þurfa þau að dreifast á fjórðunga með eftirfarandi hætti: Sunnlendingafjórðungur: Lágmark 1233 og hámark 2465 Vestfirðingafjórðungur: Lágmark 56 og hámark 112 Norðlendingafjórðungur: Lágmark 157 og hámark 314 Austfirðingafjórðungur: Lágmark 54 og hámark 109 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Lágmarksfjöldi meðmæla sé alltof lítill. 26. apríl 2024 Framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi. Þá þurfa meðmælin að liggja fyrir. Landskjörstjórn fer yfir listana. Fjölmörg dæmi eru um það í fyrri kosningum að yfirlýstum frambjóðendum hafi ekki tekist að skila inn meðmælalista eða landskjörstjórn hefur haft eitthvað við listann að athuga. 2. maí 2024 Landskjörstjórn auglýsir þennan dag hverjir eru í framboði til forseta Íslands, þ.e. hverjir uppfylla öll skilyrði þar á meðal tilskilinn meðmælafjölda. Viðkomandi þurfa að hafa náð 35 ára aldri á kjördegi og vera íslenskur ríkisborgari. 3. maí 2024 Þennan dag hefst utanjörfundaratkvæðagreiðsla. Þá geta þeir sem vita að þeir geta ekki gengið til kosninga vegna veru erlendis til dæmis kosið á sérstökum utankjörfundarstöðum. 31. maí 2024 Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur 1. júní 2024 Kjördagur. Landsmenn ganga til kosninga um allt land. Fjölmörg sveitarfélög munu nýta tækifærið og láta fara fram atkvæðagreiðslu sem varðar málefni í einstaka sveitarfélögunum. Nokkrir hafa lýst því yfir að ætla að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þau eru Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði ekki meðmælalista. Þá segjast einhverjir liggja undir feldi. Heimir Már Pétursson rýndi í sögu embættisins í aðdraganda kosninganna fyrir fjórum árum. Greinina má lesa að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi setu eftir átta ár í embætti. Nokkrir hafa tilkynnt um fyrirætlanir sínar að bjóða sig fram og telja má líklegt að fjölmargir liggi undir feldi og máti sig við stólinn. Frambjóðendur ættu að hafa nokkrar lykildagsetningar í huga nú þegar innan við fimm mánuðir eru í að nýr forseti verður kjörinn í lýðræðislegum kosningum þann 1. júní. Ítarlegri upplýsingar má finna á kosningavefnum, Kosning.is. 1. mars 2024 Þennan dag mega frambjóðendur byrja að safna meðmælum rafrænt. Þau skulu ekki vera færri en 1500 og ekki fleiri en 3000. Þá þurfa þau að dreifast á fjórðunga með eftirfarandi hætti: Sunnlendingafjórðungur: Lágmark 1233 og hámark 2465 Vestfirðingafjórðungur: Lágmark 56 og hámark 112 Norðlendingafjórðungur: Lágmark 157 og hámark 314 Austfirðingafjórðungur: Lágmark 54 og hámark 109 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Lágmarksfjöldi meðmæla sé alltof lítill. 26. apríl 2024 Framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi. Þá þurfa meðmælin að liggja fyrir. Landskjörstjórn fer yfir listana. Fjölmörg dæmi eru um það í fyrri kosningum að yfirlýstum frambjóðendum hafi ekki tekist að skila inn meðmælalista eða landskjörstjórn hefur haft eitthvað við listann að athuga. 2. maí 2024 Landskjörstjórn auglýsir þennan dag hverjir eru í framboði til forseta Íslands, þ.e. hverjir uppfylla öll skilyrði þar á meðal tilskilinn meðmælafjölda. Viðkomandi þurfa að hafa náð 35 ára aldri á kjördegi og vera íslenskur ríkisborgari. 3. maí 2024 Þennan dag hefst utanjörfundaratkvæðagreiðsla. Þá geta þeir sem vita að þeir geta ekki gengið til kosninga vegna veru erlendis til dæmis kosið á sérstökum utankjörfundarstöðum. 31. maí 2024 Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur 1. júní 2024 Kjördagur. Landsmenn ganga til kosninga um allt land. Fjölmörg sveitarfélög munu nýta tækifærið og láta fara fram atkvæðagreiðslu sem varðar málefni í einstaka sveitarfélögunum. Nokkrir hafa lýst því yfir að ætla að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þau eru Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ástþór Magnússon bílainnflytjandi og forsprakki Friðar 2000, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Axel Pétur tilkynnti líka um framboð árið 2020 en skilaði ekki meðmælalista. Þá segjast einhverjir liggja undir feldi. Heimir Már Pétursson rýndi í sögu embættisins í aðdraganda kosninganna fyrir fjórum árum. Greinina má lesa að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent