Ákærður fyrir að leggja átta manns í lífshættu í ábataskyni Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 07:00 Húsnæðið sem málið varðar er í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Maður hefur verið ákærður fyrir láta útbúa búseturými í atvinnuhúsnæði án tilskilinna leyfa og án nauðsynlegra brunavarnaráðstafanna. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi leigt húsnæðið og leigt það út til annarra, en í að minnsta kosti átta menn bjuggu í því. Með því huga ekki að brunavörnum er hann sagður hafa stefnt lífi mannanna í hættu. Húsnæðið sem málið varðar er í Reykjavík. Meint brot mannsins varða brot gegn lögum um brunavarnir og hættubrot og ná yfir tímabilið frá júlí 2017 til júnímánaðar 2018. Brotin eiga að hafa verið framin í gegnum tvö félög mannsins, en annað þeirra er nú afskráð og hitt gjaldþrpota. Málið átti að vera tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni, en því var frestað um óákveðinn tíma. Í ákæru málsins segir að í húsinu hafi verið bráð íkveikjuhætta, en í júní 2018 gerði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu úttekt á eldvörnum í því. Niðurstöður hennar leiddu í ljós fjölmarga galla. „Engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu, auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu og aukin brunahætta var vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu,“ segir í ákærunni. Þá er fullyrt að með þessu hafi maðurinn í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu þeirra sem voru búsettir í húsinu í augljósan háska. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru íbúar hússins, mennirnir átta, starfsmenn verktakafyrirtækis sem var að störfum í húsnæðinu. Dómsmál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Húsnæðið sem málið varðar er í Reykjavík. Meint brot mannsins varða brot gegn lögum um brunavarnir og hættubrot og ná yfir tímabilið frá júlí 2017 til júnímánaðar 2018. Brotin eiga að hafa verið framin í gegnum tvö félög mannsins, en annað þeirra er nú afskráð og hitt gjaldþrpota. Málið átti að vera tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni, en því var frestað um óákveðinn tíma. Í ákæru málsins segir að í húsinu hafi verið bráð íkveikjuhætta, en í júní 2018 gerði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu úttekt á eldvörnum í því. Niðurstöður hennar leiddu í ljós fjölmarga galla. „Engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu, auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu og aukin brunahætta var vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu,“ segir í ákærunni. Þá er fullyrt að með þessu hafi maðurinn í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu þeirra sem voru búsettir í húsinu í augljósan háska. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru íbúar hússins, mennirnir átta, starfsmenn verktakafyrirtækis sem var að störfum í húsnæðinu.
Dómsmál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira