Einlægur samningsvilji ekki dugað til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 19:41 Samtök atvinnulífsins og breiðfylking ASÍ hafa staðið í samningsviðræðum síðustu daga. Vísir/sigurjón Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira