Útrýmum óvissu Grindvíkinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 08:30 Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Flest erum við vanaföst og viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið en þegar atburðir gerast í kringum okkur sem við höfum litla eða enga stjórn á þá skapast ávallt mikil óvissa. Á mínum 20 ára ferli við að bregðast við náttúruhamförum víða um heim hef ég ítrekað upplifað það hvernig óvissan getur lamað heilu samfélögin. En ég hef líka upplifað hvernig sú óvissa hverfur þegar erfiðar ákvarðanir eru loks teknar, þá getur fólk farið að byggja líf sitt upp á nýtt. Óvissa er mjög lamandi, sér í lagi þegar hún snýr að grunnþörfum eins og húsnæði, framfærslu eða líðan barna þinna. Þú getur ekki tekið ákvarðanir nema í stuttan tíma í senn. Þú sættir þig við aðstæður ef þú veist að þær vara kannski bara í einhverjar vikur. En ef þér er sagt að þær aðstæður munu vara lengur, en ekki hversu lengi, þá getur ekki skipulagt framtíðina. Þó svo að ekkert okkar geti sett sig í spor Grindvíkinga, þá höfum við eflaust öll einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað það hvernig óvissa lamar okkur. Við þekkjum það líka flest, hvað lífið varð miklu betra um leið og óvissan hvarf. Það er því eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera akkúrat núna fyrir Grindvíkinga er að fara í aðgerðir sem draga úr eða fjarlægja með öllu þá óvissu sem þau standa frammi fyrir. Vísindamenn treysta sér ekki til þess að áætla hversu langur tími þarf að líða þar til öruggt verður aftur að búa í Grindavík. Við höfum séð, t.d. í tengslum við eldgosin í Fagradalsfjalli að allt að ár getur liðið á milli atburða. Það væri því ekkert fjarri lagi að segja að eftir að vísindamenn telja að kvikusöfnun og landris sé lokið, þá þurfi að líða eitt ár áður en við getum sagt að atburðunum í nágrenni Grindavíkur sé lokið. Þær viðgerðir á innviðum sem farið er í áður en atburðunum er lokið getur verið töpuð vinna og þess vegna þarf að einblína næstu vikur og mánuði á það að vernda verðmæti. Það hefur einnig komið fram að það mun taka 6 til 9 mánuði að laga alla innviði. Við getum því reiknað með því að það gæti tekið allt að eitt og hálft til tvö ár áður en mögulegt verður fyrir fólk að flytja aftur í bæinn. Það eitt að ákveða að ekki verði flutt þarna aftur inn næstu tvö árin, er mjög erfið ákvörðun, en hún hjálpar til við að draga úr þeirri óvissu sem er til staðar. Hún breytir líka algjörlega þeirri sviðsmynd sem ríkið hefur sett upp um stuðning við íbúa Grindavíkur. Í stað skammtímalausna þarf að setja fókusinn á aðgerðir sem duga amk. til tveggja ára. Á sama tíma og Grindvíkingar lifa í mikilli óvissu þá erum við líka að upplifa tíma mikilla átaka í stjórnmálum, ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur einnig innan stjórnarflokkana. Það er freistandi fyrir okkur í stjórnarandstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fella ríkisstjórnina, enda hún fyrir löngu komin á síðasta söludag. Það er líka freistandi fyrir ólátabelgina innan stjórnarflokkana að láta öllum illum látum í von um að ofbjóða hinum flokkunum. Nú er hins vegar ástandið í þjóðfélaginu þannig að það hefur aldrei verið mikilvægara að grafa stríðsaxir og róa bátnum í sömu átt. Við þurfum að sameinast um það sameiginlega markmið okkar sem þjóðar að bregðast við þeim hamförum sem Grindvíkingar hafa orðið fyrir. Í því þverpólitíska samstarfi sem boðað hefur verið til er nauðsynlegt að við skiljum pólitísk átök milli flokka eftir um leið og umræður um Grindavík byrja. Við þurfum að hlusta hvort á annað og stjórnvöld þurfa að passa að nýta þá þekkingu og reynslu sem finna má innan stjórnarandstöðunnar og þann drifkraft sem ræður ríkjum hjá okkur í minnihlutanum að vinna öll mál tengd Grindavík eins hratt og vel og hægt er. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að við hlustum á Grindvíkinga sjálfa og tryggjum að þau fái frelsi til að velja sína framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar