Bjarni felur Brynjari að leiða aðgerðir gegn gullhúðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 13:08 Brynjar Níelsson hóf störf hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í október síðastliðnum. Vinnur hann þar við frumvarpsgerð og önnur verkefni sem undir ráðuneytið heyra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögmaður, sem verður formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. „Það þarf að vanda vel til verka við innleiðingu EES-reglna svo þær leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í tilkynningu. Brynjar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013-2021 náði ekki inn á þing í kosningunum 2021, var ráðinn starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins í október þegar Bjarni var fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshópinn á fundi sínum 13. október, en nýlega var ráðist í samskonar úttekt á málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnt var fyrr í dag. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Getur hópurinn lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Vistaskipti Tengdar fréttir Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30 Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögmaður, sem verður formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. „Það þarf að vanda vel til verka við innleiðingu EES-reglna svo þær leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í tilkynningu. Brynjar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013-2021 náði ekki inn á þing í kosningunum 2021, var ráðinn starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins í október þegar Bjarni var fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshópinn á fundi sínum 13. október, en nýlega var ráðist í samskonar úttekt á málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnt var fyrr í dag. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Getur hópurinn lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Vistaskipti Tengdar fréttir Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30 Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30
Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00