Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2024 08:01 Hildur Björg gengur sátt frá körfuboltaferlinum, þó hún hefði kosið að hann væri lengri. Hún var útnefnd körfuboltakona ársins árin 2017 og 2018. Vísir/Arnar Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn