Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon skrifar 28. janúar 2024 08:30 Það er ástæða til að lýsa yfir ánægju með það frumkvæði sem Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sýndi í lok síðasta árs með því að biðjast afsökunar á aðkomu spítalans að svonefndu plastbarkamáli og ömurlegum afleiðingum þess. Þar sýndi hann gott fordæmi um hvernig hægt er með auðmýkt og iðrun að brúa bilið sem stundum verður milli hins almenna borgara og þess sem við köllum „kerfið - í þessu tilfelli heilbrigðiskerfið. Vonandi er þetta dæmi um það sem koma skal en það vekur upp spurningar hvers vegna slík yfirbót hefur ekki fyrr átt sér stað? Hér á landi er fjöldi mála þar sem „manndráp af gáleysi” hefur orðið m.a. af sökum yfirsjónar, mögulegrar mannfæðar, ofþreytu heilbrigðisstarfsfólks, lélegra aðstæðna o.fl. Atvik þar sem tilefni hefur verið til forláts og fyrirgefningar. Ég vona að í einhverjum tilfellum hafi verið beðist a.m.k. afsökunar en óttast, miðað við eigin reynslu, að það hafi skort. Ástkær eiginkona mín og besti vinur, lést 44 ára gömul á heimili okkar þann 29. maí árið 2014. Hún lést 18 klukkustundum eftir að hafa verið útskrifuð af slysadeild Landspítalans eftir rifbeinsbrot. Í ljósi aðstæðna rannsakaði lögregla hvort ég bæri mögulega ábyrgð á andláti hennar. Það var fullkomlega eðlilegt enda um andlát í heimahúsi að ræða en þrátt fyrir vissu mína um sakleysi mitt var sú rannsókn, ofan á allt annað, ólýsanlega sársaukafull. Nokkru síðar var ég kallaður til fundar við lögreglu þar sem mér var tjáð að ég lægi ekki undir grun en enn væri margt óljóst um eiginlega dánarorsök. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem leið frá útskrift af slysaeild og þar til hún lést var ekki gerð nein rannsókn á hvort rekja mætti andlát hennar til þeirrar meðferðar sem hún fékk - eða fékk ekki - á slysadeild Landspítalans. Með tölvupóstum til rannsóknarlögreglu fór ég fram á að það yrði athugað. Við þeim póstum fékk ég engin svör. Engar leiðbeiningar fékk ég um á hvers höndum slík rannsókn gæti verið. Þrátt fyrir ítrekaða leit að svörum stóðu ég og ástvinir hennar uppi án nokkurra skýringa á hvað hefði valdið dauða hennar. Við það skapaðist óþægileg óvissa sem setti af stað ýmsar hugleiðingar og óþægilegar kjaftasögur. Ég ákvað því nokkru síðar að hrinda sjálfur af stað rannsókn. Ég réði til þess lækni og lögfræðing hjá Medical Law ehf. Árið 2019 leiddi sú rannsókn í ljós að á slysadeild Landspítalans hafði átt sér stað „ófullnægjandi og röng greining og meðferð ásamt ótímabærri og rangri ákvörðun um útskrift”, eins og segir í gögnum Sjúkratrygginga Íslands frá 17. apríl 2019. Konunni minni hafði m.a. verið gefnir of stórir skammtar af morfínskyldum lyfjum sem ofan í sýkt lungu hennar ollu andnauð. Orðrétt segir í ákvörðun Sjúkratrygginga: Íferðir sáust í lungum og grunur var um fleiðruvökva. Það er ekki að sjá að líkamshiti hafi verið mældur og engar ræktanir virðast hafa verið gerðar. Tjónþoli var send heim undir áhrifum morfínlíkra lyfja ásamt ávísunum á frekari lyf. Að mati Slysatrygginga hefði verið rétt að vista tjónþola á LSH meðan grafist var fyrir um orsakir hraðrar öndunar, íferðar í lungum og fleiðruvökva. Litið er þvi svo á að tjónþoli hafi orðið af bestu meðferð í skilningi 1. ti. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu. Í stað bestu meðferðar var henni sagt að koma næsta dag í frekari rannsóknir. Um nóttina lést hún á heimili okkar. Niðurstaðan var litin það alvarlegum augum að ég var beðinn um að taka afstöðu til þess hvort ég vildi láta framkvæma lögreglurannsókn. Sú rannsókn hefði væntanlega ekki leitt neitt nýtt í ljós heldur hefði hún mögulega getað orðið til grundvallar ákæru og saksóknar á hendur þeim sem báru ábyrgð á andláti hennar. Ég gat ekki hugsað mér að fara í gegnum allt þetta aftur og sjá einhvern heilbrigðisstarfsmann sem mætti til vinnu þennan dag til að hjúkra og bjarga lífi, leiddan fyrir dóm og dæmdan. Ég hafði oftsinnis orðið vitni af því gríðarlega álagi sem starfsfólki slysadeildarinnar starfar við og því taldi ég að ábyrgðin lægi ofar en þar. Ég lagði ríka áherslu á það við þáverandi lögfræðing minn að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar til að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Ef þær ráðstafanir fælu m.a. í sér brottvikningu starfsmanns eða starfsmanna þá væri það Landlæknis og Landspítalans að skera úr um það. Auk þess batt ég vonir við að einhver hefði samband og bæðist a.m.k. afsökunar. Það gerðist ekki. Í svari við fyrirspurn minni til landlæknisembættisins haustið 2022 kom í ljós að embættið hafði enga vitneskju um þetta mál. Þótt liðin væru u.þ.b. 3 ½ ár frá því að niðurstaða lá fyrir og 6 ár frá andláti hennar höfðu engin gögn borist um þetta alvarlega mál frá sjúkratryggingum til landlæknis. Algert rof virtist vera þar á milli þótt um væri að ræða dauðsfall af völdum mistaka á sjúkrastofnun. Átti það að vera auk alls annars í mínum launalausa verkahring að annast þau samskipti? Voru það eftir allt mistök hjá mér að kalla ekki eftir lögreglurannsókn með öllu því álagi og þjáningu sem því gæti fylgt? Því hefði væntanlega fylgt fjölmiðlaumfjöllun sem hefði vakið einhvern upp en um leið valdið álagi og sársauka sem ég treysti mér hreinlega ekki í. Ég endaði sjálfur með að senda niðurstöður rannsóknarinnar til landlæknis og fannst ég þá ekki geta gert meir. Ég óskaði þess að nú færi þessu að ljúka en nei, málinu og rekstri þess lauk ekki þar. Fyrir mörgum árum síðan lá fyrir viðurkenning ríkislögmanns á að ég ætti rétt á að fá greiddan þann kostnað sem ég hafði lagt út fyrir við rannsóknina á andláti konunnar minnar. Það var jú vinna og kostnaður sem ríkið hefði réttilega átt að inna af hendi og er þetta umtalsverð upphæð. Þrátt fyrir ótal margar ítrekanir og afsakanir hefur enn engin greiðsla borist. Ástæðan er sögð vera sú að ríkislögmaður sé að reikna vexti á upphæðina. Þeir útreikningar ríkislögmanns hafa tekið 4 mánuði og standa enn yfir þegar þetta er skrifað. Í fyrrnefndri ákvörðun og niðurstöðu sjúkratrygginga kom fram að ég ætti m.a. rétt á endurgreiðslu útfarakostnaðar. Þótt liðin væru rúmlega 6 ár frá útförinni hugðust sjúkratryggingar ekki greiða neina vexti af því. Eftirfarandi var gefið sem skýring; ..vegna þess að kröfur um bætur fyrir annað fjártjón, s.s. útfararkostnað, bera ekki almenna vexti samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Svo var bætt við þessum texta; Ef þú telur ákvörðun SÍ byggða á röngum forsendum og til eru gögn eða upplýsingar sem styðja það, sem ekki lágu fyrir við ofangreinda ákvörðun, er hægt að óska eftir endurupptöku málsins, skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með öðrum orðum, legðu á þig enn meiri launalausa vinnu til viðbótar við rannsóknina á andláti konunnar þinnar og þá getur þú átt möguleika á að fá greidda vexti á 6 ára skuld ríkisins við þig. Og ef þú hefur ekki þekkingu, dug, þrek, þor eða kunnáttu skaltu ráða þér lögfræðing til þess. Fjöldi bréfa og tölvupósta sem ég hef undir höndum vitna um alvarlegt fályndi, skort á eðlilegum verkferlum og því sem kalla má tillitsemi og auðmýkt. Undantekning frá því er þó bréf sem mér barst frá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins vegna mats á verðmætum dánarbús. Þar var mér vottuð samúð. Það vill svo til að íslensk tunga er rík af fallegum orðum sem gætu reynst fébóta virði þegar miski líkt og þessi á sér stað. Það er margt frábært fólk og oft á tíðum stórkostlegt sem aðstoðar okkur, annast og hjálpar á ýmsum stigum lífs okkar en getur verið að þegar samskiptin eru í gegnum kaldan tölvuskjáinn verði til eitthvað kviksyndi utan um virkisvegg kerfisins? Kviksyndi sem, eins og í framangreindu, gleypir mannúðina? Finnst okkur eðlilegt að svo sé á meðan sá, sú eða það sem situr við tölvuna er ekki með gervigreind? Með þessum skrifum vona ég að þeir sem málið varðar taki þetta til sín og breyti háttum sínum, virðingu, orðalagi og afgreiðslu mála. Ég bið einfaldlega um að aðstandendur þurfi ekki á sínum sárustu stundum að upplifa neitt þessu líkt. Auk þess bið ég um að staðið sé við 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir; Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Embætti umboðsmanns sjúklinga gæti verið sá aðili sem stæði vörð um rétt, þarfir og hagsmuni sjúklinga og þeirra nánustu. Það á ekki að vera margra ára þrotlaus vinna sjúklinga og aðstandenda að leita svara og réttar síns. Skjótar lyktir mála er mikilvægur þáttur í að loka sárinu og draga sorgarferlið ekki á langinn. Mátt, mildi og heilun fyrirgefningarinnar er svo hægt að virkja með einu litlu orði - „afsakið”. Einar Magnús Magnússon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að lýsa yfir ánægju með það frumkvæði sem Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sýndi í lok síðasta árs með því að biðjast afsökunar á aðkomu spítalans að svonefndu plastbarkamáli og ömurlegum afleiðingum þess. Þar sýndi hann gott fordæmi um hvernig hægt er með auðmýkt og iðrun að brúa bilið sem stundum verður milli hins almenna borgara og þess sem við köllum „kerfið - í þessu tilfelli heilbrigðiskerfið. Vonandi er þetta dæmi um það sem koma skal en það vekur upp spurningar hvers vegna slík yfirbót hefur ekki fyrr átt sér stað? Hér á landi er fjöldi mála þar sem „manndráp af gáleysi” hefur orðið m.a. af sökum yfirsjónar, mögulegrar mannfæðar, ofþreytu heilbrigðisstarfsfólks, lélegra aðstæðna o.fl. Atvik þar sem tilefni hefur verið til forláts og fyrirgefningar. Ég vona að í einhverjum tilfellum hafi verið beðist a.m.k. afsökunar en óttast, miðað við eigin reynslu, að það hafi skort. Ástkær eiginkona mín og besti vinur, lést 44 ára gömul á heimili okkar þann 29. maí árið 2014. Hún lést 18 klukkustundum eftir að hafa verið útskrifuð af slysadeild Landspítalans eftir rifbeinsbrot. Í ljósi aðstæðna rannsakaði lögregla hvort ég bæri mögulega ábyrgð á andláti hennar. Það var fullkomlega eðlilegt enda um andlát í heimahúsi að ræða en þrátt fyrir vissu mína um sakleysi mitt var sú rannsókn, ofan á allt annað, ólýsanlega sársaukafull. Nokkru síðar var ég kallaður til fundar við lögreglu þar sem mér var tjáð að ég lægi ekki undir grun en enn væri margt óljóst um eiginlega dánarorsök. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem leið frá útskrift af slysaeild og þar til hún lést var ekki gerð nein rannsókn á hvort rekja mætti andlát hennar til þeirrar meðferðar sem hún fékk - eða fékk ekki - á slysadeild Landspítalans. Með tölvupóstum til rannsóknarlögreglu fór ég fram á að það yrði athugað. Við þeim póstum fékk ég engin svör. Engar leiðbeiningar fékk ég um á hvers höndum slík rannsókn gæti verið. Þrátt fyrir ítrekaða leit að svörum stóðu ég og ástvinir hennar uppi án nokkurra skýringa á hvað hefði valdið dauða hennar. Við það skapaðist óþægileg óvissa sem setti af stað ýmsar hugleiðingar og óþægilegar kjaftasögur. Ég ákvað því nokkru síðar að hrinda sjálfur af stað rannsókn. Ég réði til þess lækni og lögfræðing hjá Medical Law ehf. Árið 2019 leiddi sú rannsókn í ljós að á slysadeild Landspítalans hafði átt sér stað „ófullnægjandi og röng greining og meðferð ásamt ótímabærri og rangri ákvörðun um útskrift”, eins og segir í gögnum Sjúkratrygginga Íslands frá 17. apríl 2019. Konunni minni hafði m.a. verið gefnir of stórir skammtar af morfínskyldum lyfjum sem ofan í sýkt lungu hennar ollu andnauð. Orðrétt segir í ákvörðun Sjúkratrygginga: Íferðir sáust í lungum og grunur var um fleiðruvökva. Það er ekki að sjá að líkamshiti hafi verið mældur og engar ræktanir virðast hafa verið gerðar. Tjónþoli var send heim undir áhrifum morfínlíkra lyfja ásamt ávísunum á frekari lyf. Að mati Slysatrygginga hefði verið rétt að vista tjónþola á LSH meðan grafist var fyrir um orsakir hraðrar öndunar, íferðar í lungum og fleiðruvökva. Litið er þvi svo á að tjónþoli hafi orðið af bestu meðferð í skilningi 1. ti. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu. Í stað bestu meðferðar var henni sagt að koma næsta dag í frekari rannsóknir. Um nóttina lést hún á heimili okkar. Niðurstaðan var litin það alvarlegum augum að ég var beðinn um að taka afstöðu til þess hvort ég vildi láta framkvæma lögreglurannsókn. Sú rannsókn hefði væntanlega ekki leitt neitt nýtt í ljós heldur hefði hún mögulega getað orðið til grundvallar ákæru og saksóknar á hendur þeim sem báru ábyrgð á andláti hennar. Ég gat ekki hugsað mér að fara í gegnum allt þetta aftur og sjá einhvern heilbrigðisstarfsmann sem mætti til vinnu þennan dag til að hjúkra og bjarga lífi, leiddan fyrir dóm og dæmdan. Ég hafði oftsinnis orðið vitni af því gríðarlega álagi sem starfsfólki slysadeildarinnar starfar við og því taldi ég að ábyrgðin lægi ofar en þar. Ég lagði ríka áherslu á það við þáverandi lögfræðing minn að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu notaðar til að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Ef þær ráðstafanir fælu m.a. í sér brottvikningu starfsmanns eða starfsmanna þá væri það Landlæknis og Landspítalans að skera úr um það. Auk þess batt ég vonir við að einhver hefði samband og bæðist a.m.k. afsökunar. Það gerðist ekki. Í svari við fyrirspurn minni til landlæknisembættisins haustið 2022 kom í ljós að embættið hafði enga vitneskju um þetta mál. Þótt liðin væru u.þ.b. 3 ½ ár frá því að niðurstaða lá fyrir og 6 ár frá andláti hennar höfðu engin gögn borist um þetta alvarlega mál frá sjúkratryggingum til landlæknis. Algert rof virtist vera þar á milli þótt um væri að ræða dauðsfall af völdum mistaka á sjúkrastofnun. Átti það að vera auk alls annars í mínum launalausa verkahring að annast þau samskipti? Voru það eftir allt mistök hjá mér að kalla ekki eftir lögreglurannsókn með öllu því álagi og þjáningu sem því gæti fylgt? Því hefði væntanlega fylgt fjölmiðlaumfjöllun sem hefði vakið einhvern upp en um leið valdið álagi og sársauka sem ég treysti mér hreinlega ekki í. Ég endaði sjálfur með að senda niðurstöður rannsóknarinnar til landlæknis og fannst ég þá ekki geta gert meir. Ég óskaði þess að nú færi þessu að ljúka en nei, málinu og rekstri þess lauk ekki þar. Fyrir mörgum árum síðan lá fyrir viðurkenning ríkislögmanns á að ég ætti rétt á að fá greiddan þann kostnað sem ég hafði lagt út fyrir við rannsóknina á andláti konunnar minnar. Það var jú vinna og kostnaður sem ríkið hefði réttilega átt að inna af hendi og er þetta umtalsverð upphæð. Þrátt fyrir ótal margar ítrekanir og afsakanir hefur enn engin greiðsla borist. Ástæðan er sögð vera sú að ríkislögmaður sé að reikna vexti á upphæðina. Þeir útreikningar ríkislögmanns hafa tekið 4 mánuði og standa enn yfir þegar þetta er skrifað. Í fyrrnefndri ákvörðun og niðurstöðu sjúkratrygginga kom fram að ég ætti m.a. rétt á endurgreiðslu útfarakostnaðar. Þótt liðin væru rúmlega 6 ár frá útförinni hugðust sjúkratryggingar ekki greiða neina vexti af því. Eftirfarandi var gefið sem skýring; ..vegna þess að kröfur um bætur fyrir annað fjártjón, s.s. útfararkostnað, bera ekki almenna vexti samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Svo var bætt við þessum texta; Ef þú telur ákvörðun SÍ byggða á röngum forsendum og til eru gögn eða upplýsingar sem styðja það, sem ekki lágu fyrir við ofangreinda ákvörðun, er hægt að óska eftir endurupptöku málsins, skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með öðrum orðum, legðu á þig enn meiri launalausa vinnu til viðbótar við rannsóknina á andláti konunnar þinnar og þá getur þú átt möguleika á að fá greidda vexti á 6 ára skuld ríkisins við þig. Og ef þú hefur ekki þekkingu, dug, þrek, þor eða kunnáttu skaltu ráða þér lögfræðing til þess. Fjöldi bréfa og tölvupósta sem ég hef undir höndum vitna um alvarlegt fályndi, skort á eðlilegum verkferlum og því sem kalla má tillitsemi og auðmýkt. Undantekning frá því er þó bréf sem mér barst frá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins vegna mats á verðmætum dánarbús. Þar var mér vottuð samúð. Það vill svo til að íslensk tunga er rík af fallegum orðum sem gætu reynst fébóta virði þegar miski líkt og þessi á sér stað. Það er margt frábært fólk og oft á tíðum stórkostlegt sem aðstoðar okkur, annast og hjálpar á ýmsum stigum lífs okkar en getur verið að þegar samskiptin eru í gegnum kaldan tölvuskjáinn verði til eitthvað kviksyndi utan um virkisvegg kerfisins? Kviksyndi sem, eins og í framangreindu, gleypir mannúðina? Finnst okkur eðlilegt að svo sé á meðan sá, sú eða það sem situr við tölvuna er ekki með gervigreind? Með þessum skrifum vona ég að þeir sem málið varðar taki þetta til sín og breyti háttum sínum, virðingu, orðalagi og afgreiðslu mála. Ég bið einfaldlega um að aðstandendur þurfi ekki á sínum sárustu stundum að upplifa neitt þessu líkt. Auk þess bið ég um að staðið sé við 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir; Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Embætti umboðsmanns sjúklinga gæti verið sá aðili sem stæði vörð um rétt, þarfir og hagsmuni sjúklinga og þeirra nánustu. Það á ekki að vera margra ára þrotlaus vinna sjúklinga og aðstandenda að leita svara og réttar síns. Skjótar lyktir mála er mikilvægur þáttur í að loka sárinu og draga sorgarferlið ekki á langinn. Mátt, mildi og heilun fyrirgefningarinnar er svo hægt að virkja með einu litlu orði - „afsakið”. Einar Magnús Magnússon
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar