Þegar gerandinn er íslenska ríkið Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 29. janúar 2024 06:45 Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. Á móti mér taka starfsmenn neyðarmóttökunnar og hefst sú þolraun að skrásetja ástand mitt, bæði andlegt og líkamlegt. Áverkar eru skrásettir með því að merkja inn á mynd af mannslíkama alla staðina sem báru vegsummerki árásarinnar. Einnig voru teknar ljósmyndir af þessum sömu áverkum sem voru víðsvegar á líkama mínum. Ég hef ekkert um þetta að segja, þetta er staðlað verklag og ég treysti að ég sé í góðum höndum. Ég er samvinnuþýð en mölbrotin, algjörlega tóm að innan og stari ýmist á gólfið eða loftið á meðan þær færa mig til og skoða hvern einasta millimeter á líkamanum mínum. Til að skrásetja. Til að safna sönnunargögnum. Til að styðja við það sem ég sagði þeim. Nokkrum dögum eftir þetta fyllist ég áhyggjum yfir því hver fái að sjá umræddar ljósmyndir. Ég spyr og fæ svarið: „Ekki hafa áhyggjur, þær eru á læstum gagnagrunni og verða fluttar yfir á annan læstan gagnagrunn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Enginn annar mun sjá þessar myndir“. Tveimur árum seinna fæ ég algert áfall við að komast að því að þvi að þessar viðkvæmu ljósmyndir af mér, með áverka sem mér voru veittir samhliða kynferðisofbeldi, eru komnar í hendur mannsins sem braut á mér. Ekki bara hans, heldur einnig réttargæslumanns míns, verjanda sakbornings og að lokum eru þær sendar til mín í tölvupósti. Ég vildi að ég hefði aldrei séð þessar myndir. Sumar þeirra eru þess eðlis að þær eru persónugreinanlegar. Húðflúr sjást og sjónarhornið afmarkast ekki einungis við áverkann og staðsetningu hans á líkama mínum. Í einu tilviki var verið að ljósmynda áverka aftan á hægri öxl minni, en það sem sést á myndinni er kona sem situr í hnipri, nakin, með lak til að hylja sig að framan. Ég finn svo til með henni því ég veit hvaða erfiðu skref bíða hennar. Ég vildi að ég gæti varað þessa konu við að íslenska ríkið muni nota myndirnar til að brjóta enn frekar á henni, með því að senda nekt hennar og varnarleysi með tölvupósti til mannsins sem er síst treystandi fyrir því. Til að standa vörð um viðkvæm gögn tíðkast að aðilar sem þurfa að kynna sér þau mæti á staðinn, til dæmis í húsnæði saksóknara eða til dómstóla, og fá að fletta í gegnum þau undir eftirliti. Með öðrum orðum er ekki heimilt að fara með gögnin úr húsi eða afrita þau, af öryggisástæðum. Önnur leið er að senda gögnin stafrænt og krefjast þess að viðtakandinn auðkenni sig með rafrænum skilríkjum, líkt og gert er af hálfu neyðarmóttökunnar þegar ljósmyndir af kynferðisbrotaþolum eru sendar þaðan til lögreglunnar með aðstoð gagnagrunns sem er margverðlaunaður fyrir öryggi. Hjá viðtakandanum, lögreglunni, er skyndilega öllum öryggissjónarmiðum varpað fyrir borð. Lögreglan halar þessum viðkvæmu gögnum niður og setur þau í venjulegt pdf skjal – sem hver sem er getur afritað, skjáskotið og dreift að vild – og sendir með tölvupósti til sakborningsins eins og hvert annað viðhengi, en ekki viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þetta er óskiljanlegur gjörningur í alla staði sem grefur fullkomlega undan þeim öryggisráðstöfunum sem viðhafðar eru í fyrri hluta ferilsins. Þessu má líkja við að sjúklingur sé útskrifaður af Landspítalanum eftir ofbeldisárás, þar sem honum er hjálpað upp í bíl og hann keyrður varlega til lögreglunnar – sem rífur hann úr öryggisbeltinu, tekur bremsurnar úr bílnum og sendir hann rakleiðis til ofbeldismannsins. Það er skiljanlegt að sakborningur í sakamáli hafi rétt á að sjá öll gögn í máli á hendur honum, þar á meðal áverkaljósmyndir. Það er hins vegar óskiljanlegt að gefa honum afrit af umræddum ljósmyndum án nokkurrar tryggingar fyrir því að hann dreifi þeim ekki um allt internetið ef honum sýnist. Það er óskiljanlegt að réttur hans til að eiga nektarmyndir af þolanda sínum vegi þyngra en réttur þolandans til friðhelgi. Þolandinn er afmennskaður og smættaður niður í vettvang glæps. Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka. Brjóta á rétti mínum til réttlátrar málsmeðferðar. Brjóta á rétti mínum til upplýsinga og brjóta að lokum á mér með því að færa manninum sem nauðgaði mér ljósmyndir á silfurfati sem gera honum kleift að halda áfram að beita mig ofbeldi ævilangt, enda renna stafrænar ljósmyndir aldrei út og netið gleymir engu. Hvers virði eru verðlaun fyrir öryggi gagnagrunns þegar viðkvæmasta tegund gagna er síðan send sakborningi til að eiga og ráðstafa að vild? Hvernig erum við orðin svo tilfinningalega aftengd að fólkið sem vinnur í þessum málaflokki alla daga finnst ekkert óeðlilegt að nektarmyndir séu settar í hendurnar á grunuðum kynferðisbrotamönnum? Ég er ekki vettvangur og áverkar mínir ekki einungis gögn. Ég get aldrei sigrað þegar kerfið er svo hliðhollt sakborningum að það bókstaflega hjálpar þeim að halda áfram að brjóta á þolendum. Ævilangt. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. Á móti mér taka starfsmenn neyðarmóttökunnar og hefst sú þolraun að skrásetja ástand mitt, bæði andlegt og líkamlegt. Áverkar eru skrásettir með því að merkja inn á mynd af mannslíkama alla staðina sem báru vegsummerki árásarinnar. Einnig voru teknar ljósmyndir af þessum sömu áverkum sem voru víðsvegar á líkama mínum. Ég hef ekkert um þetta að segja, þetta er staðlað verklag og ég treysti að ég sé í góðum höndum. Ég er samvinnuþýð en mölbrotin, algjörlega tóm að innan og stari ýmist á gólfið eða loftið á meðan þær færa mig til og skoða hvern einasta millimeter á líkamanum mínum. Til að skrásetja. Til að safna sönnunargögnum. Til að styðja við það sem ég sagði þeim. Nokkrum dögum eftir þetta fyllist ég áhyggjum yfir því hver fái að sjá umræddar ljósmyndir. Ég spyr og fæ svarið: „Ekki hafa áhyggjur, þær eru á læstum gagnagrunni og verða fluttar yfir á annan læstan gagnagrunn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Enginn annar mun sjá þessar myndir“. Tveimur árum seinna fæ ég algert áfall við að komast að því að þvi að þessar viðkvæmu ljósmyndir af mér, með áverka sem mér voru veittir samhliða kynferðisofbeldi, eru komnar í hendur mannsins sem braut á mér. Ekki bara hans, heldur einnig réttargæslumanns míns, verjanda sakbornings og að lokum eru þær sendar til mín í tölvupósti. Ég vildi að ég hefði aldrei séð þessar myndir. Sumar þeirra eru þess eðlis að þær eru persónugreinanlegar. Húðflúr sjást og sjónarhornið afmarkast ekki einungis við áverkann og staðsetningu hans á líkama mínum. Í einu tilviki var verið að ljósmynda áverka aftan á hægri öxl minni, en það sem sést á myndinni er kona sem situr í hnipri, nakin, með lak til að hylja sig að framan. Ég finn svo til með henni því ég veit hvaða erfiðu skref bíða hennar. Ég vildi að ég gæti varað þessa konu við að íslenska ríkið muni nota myndirnar til að brjóta enn frekar á henni, með því að senda nekt hennar og varnarleysi með tölvupósti til mannsins sem er síst treystandi fyrir því. Til að standa vörð um viðkvæm gögn tíðkast að aðilar sem þurfa að kynna sér þau mæti á staðinn, til dæmis í húsnæði saksóknara eða til dómstóla, og fá að fletta í gegnum þau undir eftirliti. Með öðrum orðum er ekki heimilt að fara með gögnin úr húsi eða afrita þau, af öryggisástæðum. Önnur leið er að senda gögnin stafrænt og krefjast þess að viðtakandinn auðkenni sig með rafrænum skilríkjum, líkt og gert er af hálfu neyðarmóttökunnar þegar ljósmyndir af kynferðisbrotaþolum eru sendar þaðan til lögreglunnar með aðstoð gagnagrunns sem er margverðlaunaður fyrir öryggi. Hjá viðtakandanum, lögreglunni, er skyndilega öllum öryggissjónarmiðum varpað fyrir borð. Lögreglan halar þessum viðkvæmu gögnum niður og setur þau í venjulegt pdf skjal – sem hver sem er getur afritað, skjáskotið og dreift að vild – og sendir með tölvupósti til sakborningsins eins og hvert annað viðhengi, en ekki viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þetta er óskiljanlegur gjörningur í alla staði sem grefur fullkomlega undan þeim öryggisráðstöfunum sem viðhafðar eru í fyrri hluta ferilsins. Þessu má líkja við að sjúklingur sé útskrifaður af Landspítalanum eftir ofbeldisárás, þar sem honum er hjálpað upp í bíl og hann keyrður varlega til lögreglunnar – sem rífur hann úr öryggisbeltinu, tekur bremsurnar úr bílnum og sendir hann rakleiðis til ofbeldismannsins. Það er skiljanlegt að sakborningur í sakamáli hafi rétt á að sjá öll gögn í máli á hendur honum, þar á meðal áverkaljósmyndir. Það er hins vegar óskiljanlegt að gefa honum afrit af umræddum ljósmyndum án nokkurrar tryggingar fyrir því að hann dreifi þeim ekki um allt internetið ef honum sýnist. Það er óskiljanlegt að réttur hans til að eiga nektarmyndir af þolanda sínum vegi þyngra en réttur þolandans til friðhelgi. Þolandinn er afmennskaður og smættaður niður í vettvang glæps. Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka. Brjóta á rétti mínum til réttlátrar málsmeðferðar. Brjóta á rétti mínum til upplýsinga og brjóta að lokum á mér með því að færa manninum sem nauðgaði mér ljósmyndir á silfurfati sem gera honum kleift að halda áfram að beita mig ofbeldi ævilangt, enda renna stafrænar ljósmyndir aldrei út og netið gleymir engu. Hvers virði eru verðlaun fyrir öryggi gagnagrunns þegar viðkvæmasta tegund gagna er síðan send sakborningi til að eiga og ráðstafa að vild? Hvernig erum við orðin svo tilfinningalega aftengd að fólkið sem vinnur í þessum málaflokki alla daga finnst ekkert óeðlilegt að nektarmyndir séu settar í hendurnar á grunuðum kynferðisbrotamönnum? Ég er ekki vettvangur og áverkar mínir ekki einungis gögn. Ég get aldrei sigrað þegar kerfið er svo hliðhollt sakborningum að það bókstaflega hjálpar þeim að halda áfram að brjóta á þolendum. Ævilangt. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun