Að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanns Rafiðnaðarasambandsins, mjakast samningsaðilar nær hvorum öðrum með hverjum fundi en þó er langt í land. Hann segir fagfélögin ekki ætla að drífa sig að semja á kostnað kjara félagsmanna. Að loknum fundi í dag var boðað til nýs fundar á mánudag.
„Það er allt undir. Launaliður og öll önnur málefni sem er verið að fara fram á,“ segir Kristján.
Verkfallsaðgerðir, eitthvað farin að skoða það?
„Við erum ekkert farin að skipuleggja eða neitt þannig. Ekki komin á þann stað. Á meðan samtalið gengur erum við í þeim viðræðum en um leið og eitthvað stoppar þá þarf að fara í næstu skref og það eru einhverjar slíkar aðgerðir. En við erum ekki komin þangað á meðan samtalið gengur,“ segir Kristján.