Schmadtke er annar lykilmaður á sama sólarhringnum sem tilkynnir brotthvarf frá Liverpool. Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri félagsins, tilkynnti afsögn í gær. Samhliða Klopp hafa þrír aðstoðarþjálfarar hans tilkynnt afsögn, þeir Pep Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir yfirgefa félagið að þessu tímabili loknu.
Jorg Schmadtke var ráðinn til starfa sem yfirmaður knattspyrnumála síðastliðinn júlí og var við völd í félagsskiptum Liverpool þegar félagið fékk til sín Dominik Szoboslai, Wataru Endo, Ryan Gravenberch og Alexis Mac Allister.
Hann seldi svo miðjumennina Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Naby Keita, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Roberto Firmino höfðu allir ákveðið að yfirgefa Liverpool áður en Schmadtke kom við sögu.