Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. janúar 2024 17:01 Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Með nýju reglunum var fyrirtækjum og fjárfestum sem hafa sankað að sér íbúðum til að leigja út til ferðamanna allan ársins hring gert kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. Í þessu felst sérstök skattaívilnun í ljósi þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði geta verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Síðan reglugerðin var sett hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu teknar úr umferð og ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 7. desember síðastliðinn.„Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði hún.„Hvað gekk hæstvirtum ráðherra til þegar hún setti reglugerð nr. 649 árið 2018? Hvers vegna vildi ráðherra ekki að húsnæði sem nýtt er til skammtímaleigu í atvinnuskyni væri skráð sem atvinnuhúsnæði? “ Ráðherra gaf engin svör um það hvers vegna reglugerðin var sett. Hins vegar viðurkenndi hún að hugsanlega þyrfti að breyta reglugerðinni til að stemma stigu við háu hlutfalli hótelíbúða og neikvæðum áhrifum á húsnæðismarkað. Þetta er eitt af því sem við í Samfylkingunni lögðum áherslu á í kjarapakka sem við kynntum fyrir jól: að komið yrði böndum á skammtímaleigumarkaðinn með hertum reglum og auknu eftirliti. Nú þegar allar íbúðir heils bæjarfélags eru horfnar af húsnæðismarkaði er brýnna en nokkru sinni fyrr að auka framboð nýrra íbúða og tryggja að það íbúðarhúsnæði sem þegar hefur verið byggt nýtist til búsetu fyrir íbúa landsins. Því er það fagnaðarefni að nú hafi ríkisstjórnin loksins ákveðið að afturkalla þá breytingu sem gerð var með reglugerð Þórdísar Kolbrúnar árið 2018 og tryggja að íbúðir í skammtímaleigu séu skattlagðar sem atvinnuhúsnæði. Samhliða þessari breytingu ætti að stórauka eftirlit með bæði skammtímaleigu í atvinnuskyni og heimagistingu og tryggja sveitarfélögum auknar heimildir til að hafa áhrif á umfang þessarar starfsemi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. 9. maí 2023 09:02
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun