Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 13:43 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira