„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 18:40 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Ívar Fannar Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira