Snjómokstursmálið mikla farsællega til lykta leitt Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 11:29 Tómas er ánægður með Vísi en eftir að hann tjáði sig um vanda sem hafði staðið í fjögur ár var hann farsællega til lykta leiddur. Snjómokstursmaðurinn er hættur að vekja hann klukkan fjögur á nóttu. vísir/jakob Tómas Skúlason og fjölskylda sofa nú svefni hinna réttlátu í Breiðholti en mikil snjómokstursvél tók ævinlega til hendinni þegar snjór kom úr lofti við svefnherbergisglugga þeirra klukkan fjögur að nóttu til. „Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka. Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
„Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka.
Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira