UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2024 11:59 Hungursneyð blasir við íbúum Gasa. epa/Haitham Imad Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira