Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gert ráð fyrir því að verkinu muni ljúka fyrr en þann 31. maí næstkomandi.
Segir lögregla að hjáleiðir og lokanir verða vel merktar. Eru ökumenn beðnir um að virða þær og fara varlega.
Þess er getið að umferð geti orðið þung á háannatímum vegna mikils umferðarálags á svæðinu. Enn verður hægt að aka Ármúla og beygja Grensásveg til suðurs, áfram í Skeifuna eða taka vinstri beygju inn á Grensásveg.