Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 16:16 Frá samstöðufundi til stuðnings Palestínu á laugardag. Félagið Ísland - Palestína Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðun Bjarna hafi verið tekin áður en rannsókn á ásökunum Ísraels á hendur starfsmönnum UNRWA hafi skilað niðurstöðu. „Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ gegnir lykilhlutverki í neyðaraðstoð við Gazabúa sem eru í lífshættu sökum skorts á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti vegna hernaðar Ísraels,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Ríkisstjórnin sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu Íslenska ríkisstjórnin er með þeirri ákvörðun um að frysta greiðslurnar, sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu eins og lýst er í Genfarsáttmálanum: „Með hugtakinu er ekki aðeins átt við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög, áreiti eða stjórnsýsluaðgerðir sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins.“ Þá segir í yfirlýsingunni að í úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag sé tekið fram að mögulegt þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza, bæði vegna stöðugra sprengjuárása úr lofti og á legi og ennfremur vegna skorts á lífsnauðsynjum. „Aðgerð utanríkisráðherra er því í andstöðu við úrskurð dómstólsins og eykur enn frekar á áþján Gazabúa. Íslensk stjórnvöld verða að aflétta þessari aðgerð utanríkisráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að berast til Gaza strax!“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að ákvörðun Bjarna hafi verið tekin áður en rannsókn á ásökunum Ísraels á hendur starfsmönnum UNRWA hafi skilað niðurstöðu. „Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ gegnir lykilhlutverki í neyðaraðstoð við Gazabúa sem eru í lífshættu sökum skorts á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti vegna hernaðar Ísraels,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Ríkisstjórnin sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu Íslenska ríkisstjórnin er með þeirri ákvörðun um að frysta greiðslurnar, sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu eins og lýst er í Genfarsáttmálanum: „Með hugtakinu er ekki aðeins átt við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög, áreiti eða stjórnsýsluaðgerðir sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins.“ Þá segir í yfirlýsingunni að í úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag sé tekið fram að mögulegt þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza, bæði vegna stöðugra sprengjuárása úr lofti og á legi og ennfremur vegna skorts á lífsnauðsynjum. „Aðgerð utanríkisráðherra er því í andstöðu við úrskurð dómstólsins og eykur enn frekar á áþján Gazabúa. Íslensk stjórnvöld verða að aflétta þessari aðgerð utanríkisráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að berast til Gaza strax!“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41