Vill hanna varnir strax Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 19:47 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur vill sjá að strax verði farið að undirbúa viðbrögð við eldgosum sem gætu verið á næsta leyti. Vísir/Sigurjón Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum