Bænastund í Vík vegna ökumannsins sem lést Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 15:15 Bænastundin verður í Víkurkirkju klukkan 19:30 í kvöld. Unsplash/Jon Flobrant Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld. Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna. Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38
Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41