Sparar sér að boða til kosninga strax Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 15:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki í fjölskyldu saman. Þeir axli því ekki ábyrgð hvort á öðrum líkt og móðir axli ábyrgð á börnum sínum. Ætlar ráðherra ekki að verða við ákalli formanns Viðreisnar um að boða til kosninga strax. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira