Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:20 Rúmlega helmingur allra bygginga á Gaza hefur skemmst mikið eða gereyðilagst í árásum Ísraelsmanna undanfarna mánuði. AP/Fatima Shbair Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir. Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir.
Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10