Segir ekki tengsl milli bónusa Skattsins og hverju starfsmenn skila í kassann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 23:43 Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Stjórnarráðið Ríkisskattstjóri segist skilja áhyggjur þeirra sem telja að viðbótarlaun til starfsmanna Skattsins kunni að grafa undan hlutleysi þeirra og gera það að verkum að þeir sæki mál harðar en ella. Hann bendir á að á sama tíma og 260 milljónir króna hafi verið greiddar í slík laun hafi heildarlaunakostnaður skattsins verið um 25 milljarðar. Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira