„Ég er ekki ég, ég er annar“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar 31. janúar 2024 11:31 Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni Þetta er afmarkað svið, en langt í frá það eina þar sem slíkar lausnir munu ná fótfestu og eru nú þegar teknar að ná henni. Innan skamms verður orðið algengt að fólk láti gervigreind ekki aðeins skrifa og svara tölvupóstum og öðrum skilaboðum í eigin nafni, heldur einnig að líkja eftir eigin rödd í símtölum og líkja bæði eftir eigin rödd og persónu á fjarfundum. Þannig verður hægt að margfalda eigin afköst með því að afrita sjálfan sig. "Ég er ekki ég, ég er annar" söng Megas forðum. Það verða brátt orð að sönnu. Hvar liggja mörkin milli einstaklingsins og afritsins? Gervigreindarlíkönin eru bæði mjög vel fær um að líkja eftir ritstíl og þess vegna talanda einstaklinga og auðvelt er að mata þau með upplýsingum sem gera eftirlíkinguna trúverðuga. Fyrst um sinn má búast við að slíkar eftirlíkingar verði helst notaðar í starfstengdum tilgangi, en það á eftir að breytast fljótt. Innan skamms má gera ráð fyrir að fólk noti slíka möguleika einnig í persónulegum samskiptum. Vandinn er að þau okkar sem nýta tæknina á þennan hátt geta fljótt hætt að vita nákvæmlega hvað hefur verið sagt og gert í þeirra nafni og hvaða skilaboðum hefur verið komið á framfæri við eftirmyndina. Á endanum grundvallast sjálfsmynd einstaklingsins og sú mynd sem aðrir hafa af honum á þeim samskiptum sem hann á við samferðafólk sitt og þeim endurminningum sem á þeim byggja. Freistingin til að afrita okkur sjálf er því líklega ein stærsta ógnin af gervigreindinni. Þessi freisting getur nefnilega á undraskömmum tíma valdið því að við glötum stjórn á eigin lífi, missum sjónar á því hver við erum. Ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum Litlar sem engar líkur eru á að löggjöf eða reglugerðir muni hindra þessa þróun. Tæknin er komin til að vera, freistingin til að nota hana er of sterk, þörfin of rík til að við látum það eiga sig. Þeim sem ná að nýta sér þessa möguleika markvisst mun farnast betur, rétt eins og þeim sem ná að nýta sér önnur tækifæri til að auka eigin hæfni og afköst sem gervigreindin býður upp á. En verði ekkert að gert er ljóst að sá hópur verður miklu stærri sem fer hallloka, þau sem glata stjórn á eigin lífi og renna saman við eftirlíkingarnar. Nýju mállíkönin eru eðlisólík öllum öðrum tækninýjungum. Þessi sérstaða grundvallast á hæfileika þeirra til að beita tungumálinu og læra af og líkja eftir lifandi fólki. Afleiðingarnar eru okkur flestum enn aðeins að litlu leyti ljósar. Við munum nýta okkur þessa tækni, því gerum við það ekki drögumst við aftur úr öðrum. Um leið er hættan á því að við missum stjórn á eigin lífi raunveruleg. Enginn getur hindrað það nema við sjálf. Til þess verðum við að þekkja tæknina og tækifærin og ógnirnar sem henni fylgja. Það er þó ekki nóg. Til að halda stjórninni verðum við að styrkja markvisst okkar eigin meðvitund um hvað skiptir okkur máli og okkar eigin getu til að hugsa skýrt. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni Þetta er afmarkað svið, en langt í frá það eina þar sem slíkar lausnir munu ná fótfestu og eru nú þegar teknar að ná henni. Innan skamms verður orðið algengt að fólk láti gervigreind ekki aðeins skrifa og svara tölvupóstum og öðrum skilaboðum í eigin nafni, heldur einnig að líkja eftir eigin rödd í símtölum og líkja bæði eftir eigin rödd og persónu á fjarfundum. Þannig verður hægt að margfalda eigin afköst með því að afrita sjálfan sig. "Ég er ekki ég, ég er annar" söng Megas forðum. Það verða brátt orð að sönnu. Hvar liggja mörkin milli einstaklingsins og afritsins? Gervigreindarlíkönin eru bæði mjög vel fær um að líkja eftir ritstíl og þess vegna talanda einstaklinga og auðvelt er að mata þau með upplýsingum sem gera eftirlíkinguna trúverðuga. Fyrst um sinn má búast við að slíkar eftirlíkingar verði helst notaðar í starfstengdum tilgangi, en það á eftir að breytast fljótt. Innan skamms má gera ráð fyrir að fólk noti slíka möguleika einnig í persónulegum samskiptum. Vandinn er að þau okkar sem nýta tæknina á þennan hátt geta fljótt hætt að vita nákvæmlega hvað hefur verið sagt og gert í þeirra nafni og hvaða skilaboðum hefur verið komið á framfæri við eftirmyndina. Á endanum grundvallast sjálfsmynd einstaklingsins og sú mynd sem aðrir hafa af honum á þeim samskiptum sem hann á við samferðafólk sitt og þeim endurminningum sem á þeim byggja. Freistingin til að afrita okkur sjálf er því líklega ein stærsta ógnin af gervigreindinni. Þessi freisting getur nefnilega á undraskömmum tíma valdið því að við glötum stjórn á eigin lífi, missum sjónar á því hver við erum. Ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum Litlar sem engar líkur eru á að löggjöf eða reglugerðir muni hindra þessa þróun. Tæknin er komin til að vera, freistingin til að nota hana er of sterk, þörfin of rík til að við látum það eiga sig. Þeim sem ná að nýta sér þessa möguleika markvisst mun farnast betur, rétt eins og þeim sem ná að nýta sér önnur tækifæri til að auka eigin hæfni og afköst sem gervigreindin býður upp á. En verði ekkert að gert er ljóst að sá hópur verður miklu stærri sem fer hallloka, þau sem glata stjórn á eigin lífi og renna saman við eftirlíkingarnar. Nýju mállíkönin eru eðlisólík öllum öðrum tækninýjungum. Þessi sérstaða grundvallast á hæfileika þeirra til að beita tungumálinu og læra af og líkja eftir lifandi fólki. Afleiðingarnar eru okkur flestum enn aðeins að litlu leyti ljósar. Við munum nýta okkur þessa tækni, því gerum við það ekki drögumst við aftur úr öðrum. Um leið er hættan á því að við missum stjórn á eigin lífi raunveruleg. Enginn getur hindrað það nema við sjálf. Til þess verðum við að þekkja tæknina og tækifærin og ógnirnar sem henni fylgja. Það er þó ekki nóg. Til að halda stjórninni verðum við að styrkja markvisst okkar eigin meðvitund um hvað skiptir okkur máli og okkar eigin getu til að hugsa skýrt. Og við verðum að hefjast handa strax. Höfundur er stjórnendaþjálfari og sérfræðingur í röklegri greiningu og hagnýtingu gervigreindar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun