Ný stjarna að fæðast hjá Liverpool Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 22:17 Conor Bradley og Dominik Szoboszlai fagna marki þess síðarnefnda sem hann skoraði eftir sendingu Bradley Vísir/Getty Liverpool náði aftur fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir góðan 4-1 sigur á Chelsea í kvöld. Hinn tvítugi Conor Bradley skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í leiknum. Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og Chelsea var í mesta basli með að halda boltanum. Í eina skiptið sem þeir komust nálægt marki Liverpool kölluðu gestirnir eftir vítaspyrnu eftir að Conor Gallagher féll í teignum. Virgil Van Dijk virtist aðeins snerta Gallagher en snertingin var lítil og Paul Tierney dæmdi ekkert. Skömmu síðar kom fyrsta markið. Það skoraði Diogo Jota þegar hann labbaði í gegnum vörn Chelsea og kláraði vel framhjá Djordje Petrovic í markinu. Varnarleikur Chelsea ekki til útflutnings. Klopp's reaction to Conor Bradley's goal! pic.twitter.com/48AS8MH3nP— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2024 Hinn ungi Conor Bradley hefur slegið í gegn hjá Liverpool í síðustu leikjum en hann hefur spilað í hægri bakvarðastöðunni eftir að Trent Alexander-Arnold meiddist. Hann kom Liverpool í 2-0 á 39. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti eftir sendingu Luis Diaz. Þetta er fyrsta mark Bradley fyrir Liverpool en hann lék fyrsta byrjunarliðsleik sinn í úrvalsdeildinni fyrir tíu dögum síðan. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Liverpool síðan víti þegar Benoit Badiashile braut klaufalega á Diogo Jota. Darwin Nunez tók vítið en skaut í utanverða stöngina. Þetta var ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn í leiknum sem Nunez skaut í tréverkið. ALL 6 DARWIN NUNEZ MISSES. 4 Off the Woodwork. An avant garde performance of perfect imperfection. pic.twitter.com/uOgf7wRa7u— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 31, 2024 Staðan í hálfleik var 2-0 en á 65. mínútu skoraði Dominik Szoboszlai gott skallamark eftir sendingu frá ungstirninu Bradley. Christopher Nkunku minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu skömmu eftir að Liverpool gerði fjórfalda skiptingu og eflaust hefur aðeins farið um knattspyrnustjórann Jurgen Klopp á varamannabekknum þegar hann sá boltann í netinu. Það hefur þó ekki varað lengi því Luis Diaz gulltryggði sigur Liverpool þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Nunez. Lokatölur 4-1 og Liverpool því aftur komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn
Liverpool náði aftur fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir góðan 4-1 sigur á Chelsea í kvöld. Hinn tvítugi Conor Bradley skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í leiknum. Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og Chelsea var í mesta basli með að halda boltanum. Í eina skiptið sem þeir komust nálægt marki Liverpool kölluðu gestirnir eftir vítaspyrnu eftir að Conor Gallagher féll í teignum. Virgil Van Dijk virtist aðeins snerta Gallagher en snertingin var lítil og Paul Tierney dæmdi ekkert. Skömmu síðar kom fyrsta markið. Það skoraði Diogo Jota þegar hann labbaði í gegnum vörn Chelsea og kláraði vel framhjá Djordje Petrovic í markinu. Varnarleikur Chelsea ekki til útflutnings. Klopp's reaction to Conor Bradley's goal! pic.twitter.com/48AS8MH3nP— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2024 Hinn ungi Conor Bradley hefur slegið í gegn hjá Liverpool í síðustu leikjum en hann hefur spilað í hægri bakvarðastöðunni eftir að Trent Alexander-Arnold meiddist. Hann kom Liverpool í 2-0 á 39. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti eftir sendingu Luis Diaz. Þetta er fyrsta mark Bradley fyrir Liverpool en hann lék fyrsta byrjunarliðsleik sinn í úrvalsdeildinni fyrir tíu dögum síðan. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Liverpool síðan víti þegar Benoit Badiashile braut klaufalega á Diogo Jota. Darwin Nunez tók vítið en skaut í utanverða stöngina. Þetta var ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn í leiknum sem Nunez skaut í tréverkið. ALL 6 DARWIN NUNEZ MISSES. 4 Off the Woodwork. An avant garde performance of perfect imperfection. pic.twitter.com/uOgf7wRa7u— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 31, 2024 Staðan í hálfleik var 2-0 en á 65. mínútu skoraði Dominik Szoboszlai gott skallamark eftir sendingu frá ungstirninu Bradley. Christopher Nkunku minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu skömmu eftir að Liverpool gerði fjórfalda skiptingu og eflaust hefur aðeins farið um knattspyrnustjórann Jurgen Klopp á varamannabekknum þegar hann sá boltann í netinu. Það hefur þó ekki varað lengi því Luis Diaz gulltryggði sigur Liverpool þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Nunez. Lokatölur 4-1 og Liverpool því aftur komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.