Ekki gefið upp hvort grunaði ISIS-liðinn hafi mannslíf á samviskunni Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 17:01 Grunaði hryðjuverkamaðurinn var búsettur á Akureyri. Vísir/Tryggvi Talið er að maður, sem var handtekinn á Akureyri þann tólfta janúar og fluttur til Grikklands ásamt fjölskyldu sinni samdægurs, sé virkur meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þær upplýsingar fengu íslensk stjórnvöld frá erlendum samstarfsaðilum, líkt og Europol og Interpol. Þetta kemur fram í svörum frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttstofu, en í þeim er tekið fram að stjórnvöld treysti umræddum samstarfsaðilum. Spurningar fréttastofu vörðuðu meðal annars hvort maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Lögreglan sagðist ekki hafa heimild til að miðla upplýsingum um það. Ríkislögreglustjóri greindi frá handtöku mannsins samdægurs og hún fór fram. Þrír karlmenn voru handteknir og einn þeirra, sá sem hér er til umfjöllunar, var fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Hinum tveimur var síðar um daginn sleppt úr haldi. Í framhaldi af handtökunum var framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagði hald á farsíma og peninga. Í fyrirspurn sinni vísaði fréttastofa til orða fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar sem hefur sagst hafa heimildir fyrir því að grunaði hryðjuverkamaðurinn sé með mannslíf á samviskunni. Þetta kom bæði fram í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál, þar sem Stefán er tíður gestur, og í þætti Samstöðvarinnar, Rauða borðinu. „Ég hef heimildir fyrir því að þessi maður hafi verið búinn að myrða fjölda manna,“ sagði Stefán í Þjóðmálaþættinum. „Hann hefði allt eins getað farið inn á einhvern leikskóla, menntaskóla, eða inn á eitthvað öldrunarheimili og náð fram vilja sínum.“ „Þessi morðingi norður á Akureyri, sem var kominn inn í kerfið hjá okkur. Það var búið að afhenda honum húsnæði og hann gekk eins og fínn maður um götur Akureyrar í marga mánuði,“ sagði hann í Rauða borðinu. Stefán Einar hefur hefur starfað sem viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og stýrir nú umræðuþættinum Spursmál.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir gat lögreglan ekki gefið upp hvort hún hefði heimildir fyrir því að svo væri sem Stefán segir, að maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Ekki hægt að segja hvort hann sé grunaður um brot á íslenskri grundu Jafnframt segist lögreglan, vegna rannsóknarhagsmuna, ekki geta upplýst um hvernig rannsókn á manninum gangi, hvaða brot hann sé grunaður um, og hvort hann sé grunaður um afbrot á íslenskri grundu. Fréttastofa spurði hvort maðurinn hafi verið sendur úr landi á grundvelli framsalsbeiðni. Embætti ríkislögreglustjóra segir að flutningur fjölskyldunnar frá Íslandi hafi verið á grundvelli synjunar um alþjóðlega vernd. Ekki var hægt að svara hvort vitað væri um stöðu mannsins á Grikklandi, hvort hann gengi þar laus. Í svari lögreglunnar segir að þeirri fyrirspurn verði að beina til grískra yfirvalda þar sem fjölskyldan er með alþjóðlega vernd. Í fyrirspurninni var einnig spurt hvort einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar reyni maðurinn að snúa aftur til landsins. Í svari embættisins segir að þegar útlendingur hafi fengið lokasynjun um alþjóðlega vernd sé honum vísað úr landi og að brottvísun feli að jafnaði í sér endurkomubann til Íslands eða á Schengen-svæðið. Lengd endurkomubannsins sé að lágmarki tvö ár. Hjálpuðu við rannsókn á hryðjuverkabrotum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Europol vegna málsins. Í svari þess fékk staðfestingu á því að Europol hefði komið að rannsókn á máli mannsins sem varðaði brot sem tengjast hryðjuverkum. Hins vegar hafi stofnunin ekki komið að brottflutningi hans úr landi. Europol sagðist ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið og sagði lögregluyfirvöld á Íslandi í forsvari í málinu. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttstofu, en í þeim er tekið fram að stjórnvöld treysti umræddum samstarfsaðilum. Spurningar fréttastofu vörðuðu meðal annars hvort maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Lögreglan sagðist ekki hafa heimild til að miðla upplýsingum um það. Ríkislögreglustjóri greindi frá handtöku mannsins samdægurs og hún fór fram. Þrír karlmenn voru handteknir og einn þeirra, sá sem hér er til umfjöllunar, var fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Hinum tveimur var síðar um daginn sleppt úr haldi. Í framhaldi af handtökunum var framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagði hald á farsíma og peninga. Í fyrirspurn sinni vísaði fréttastofa til orða fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar sem hefur sagst hafa heimildir fyrir því að grunaði hryðjuverkamaðurinn sé með mannslíf á samviskunni. Þetta kom bæði fram í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál, þar sem Stefán er tíður gestur, og í þætti Samstöðvarinnar, Rauða borðinu. „Ég hef heimildir fyrir því að þessi maður hafi verið búinn að myrða fjölda manna,“ sagði Stefán í Þjóðmálaþættinum. „Hann hefði allt eins getað farið inn á einhvern leikskóla, menntaskóla, eða inn á eitthvað öldrunarheimili og náð fram vilja sínum.“ „Þessi morðingi norður á Akureyri, sem var kominn inn í kerfið hjá okkur. Það var búið að afhenda honum húsnæði og hann gekk eins og fínn maður um götur Akureyrar í marga mánuði,“ sagði hann í Rauða borðinu. Stefán Einar hefur hefur starfað sem viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og stýrir nú umræðuþættinum Spursmál.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir gat lögreglan ekki gefið upp hvort hún hefði heimildir fyrir því að svo væri sem Stefán segir, að maðurinn væri grunaður um að hafa framið manndráp. Ekki hægt að segja hvort hann sé grunaður um brot á íslenskri grundu Jafnframt segist lögreglan, vegna rannsóknarhagsmuna, ekki geta upplýst um hvernig rannsókn á manninum gangi, hvaða brot hann sé grunaður um, og hvort hann sé grunaður um afbrot á íslenskri grundu. Fréttastofa spurði hvort maðurinn hafi verið sendur úr landi á grundvelli framsalsbeiðni. Embætti ríkislögreglustjóra segir að flutningur fjölskyldunnar frá Íslandi hafi verið á grundvelli synjunar um alþjóðlega vernd. Ekki var hægt að svara hvort vitað væri um stöðu mannsins á Grikklandi, hvort hann gengi þar laus. Í svari lögreglunnar segir að þeirri fyrirspurn verði að beina til grískra yfirvalda þar sem fjölskyldan er með alþjóðlega vernd. Í fyrirspurninni var einnig spurt hvort einhverjar ráðstafanir hafi verið gerðar reyni maðurinn að snúa aftur til landsins. Í svari embættisins segir að þegar útlendingur hafi fengið lokasynjun um alþjóðlega vernd sé honum vísað úr landi og að brottvísun feli að jafnaði í sér endurkomubann til Íslands eða á Schengen-svæðið. Lengd endurkomubannsins sé að lágmarki tvö ár. Hjálpuðu við rannsókn á hryðjuverkabrotum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Europol vegna málsins. Í svari þess fékk staðfestingu á því að Europol hefði komið að rannsókn á máli mannsins sem varðaði brot sem tengjast hryðjuverkum. Hins vegar hafi stofnunin ekki komið að brottflutningi hans úr landi. Europol sagðist ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið og sagði lögregluyfirvöld á Íslandi í forsvari í málinu.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira