Hljóð og mynd í Efstaleiti Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 1. febrúar 2024 08:00 „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun