Drengurinn fannst látin á heimili sínu á Nýbýlavegi í gærmorgun. Lögreglu barst tilkynning um hálf átta leitið og var barnið látið þegar að var komið.
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að engar upplýsingar verði veittar í dag í tengslum við málið.
Faðirinn birti hjartnæmar kveðju á samfélagsmiðlum
Einn var handtekinn í tengslum við málið og greindi Rúv frá því að það væri kona, sem hefði gengist undir geðmat í gær.
Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta þetta. Þá liggja tengsl konunnar við barnið ekki fyrir að svo stöddu né þjóðerni hennar. Drengurinn sem lést var af erlendum uppruna.
Faðir barnsins er skráður til heimilis í húsnæðinu á Nýbýlavegi. Hann minntist sonar síns á samfélagsmiðlum í gær auk fleiri fjölskyldumeðlima.