Undrun og reiði meðal vina Diego Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2024 10:42 Diegó er einn frægasti köttur landsins og þarf nú að sætta sig við anddyrið. Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. „Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum. Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum.
Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira