Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir er fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna: Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna:
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34