Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 10:30 Víkingar og KR-ingar hafa eldað grátt silfur saman á fótboltavellinum síðustu ár. vísir/Hulda Margrét KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR. Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira