Að óbreyttu þurfi nýbyggingar ekki að þola jarðskjálfta Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 13:41 Þetta hús þolir vafalítið íslenskar aðstæður. Svo gæti farið að hús framtíðarinnar geri það ekki. Vísir/arnar Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir mikilvæga þjóðarviðauka við byggingarreglugerð EES ekki enn hafa verið samda vegna skorts á fjárveitingum frá ríkinu. Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar, sem þegar eru byrjaðir að taka gildi ytra, taki ekki gildi hérlendis þar sem vantar að aðlaga þá íslenskum aðstæðum. Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til. Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til.
Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira