Samningur Davíðs við Breiðablik var runninn út og hann hafði meðal annars verið orðaður við KR, Víking og Val.
Takk Davíð Ingvars
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 2, 2024
Davíð Ingavarsson hefur skrifað undir samning við Kolding í Danmörku.
Davíð kom í Breiðblik árið 2015 þá 16 ára gamall, hefur spilað 173 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim leikjum 4 mörk.
Gangi þér vel í komandi verkefnum með Kolding í Danmörku. pic.twitter.com/GKUSwz4QSU
Hjá Kolding hittir Davíð fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Breiðabliki, danska framherjann Thomas Mikkelsen. Hann lék með Breiðabliki á árunum 2018-21 og skoraði 41 mark í 59 deildarleikjum fyrir félagið.
Davíð kom til Breiðabliks frá FH þegar hann var sextán ára. Hann hefur leikið 93 leiki fyrir Blika í efstu deild og varð Íslandsmeistari með þeim 2022. Davíð lék ellefu leiki sem lánsmaður með Haukum 2018.
Davíð, sem verður 25 ára í apríl, leikur jafnan sem vinstri bakvörður. Hann hefur spilað fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands.